01.11.1943
Neðri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í C-deild Alþingistíðinda. (2520)

131. mál, styrktarsjóður verkalýðsfélaga

Sveinbjörn Högnason:

Í þessu frv. er farið fram á, að líknar-. eða hjálparstarfsemi vissrar stéttar þjóðfélagsins sé veittur réttur í löggjöf og styrkt af ríki og bæjar- eða sveitarfélögum. Það er að sjálfsögðu atriði til athugunar, hvernig haga eigi slíkri starfsemi í landinu og hver framlög hins opinbera skuli vera. En þetta á ekki að vera bundið við eina stétt manna, heldur hvar sem hjálpar er þörf. Hér eiga að koma til greina öll þau félög, sem styrktarstarfsemi stunda, enda séu reglugerðir þeirra um starfsemina samþ. af hinu opinbera. Eins og hv. flm. tók fram, er hér að ræða um margs konar félög, t. d. kvenfélög og sum sjúkrasamlög. Þarna er sjálfsagt, að tekið sé tillit til allra aðila og ekki farið í kapphlaup milli stétta. Þetta vildi ég láta koma fram, um leið og frv. fer til n., til athugunar fyrir hana. Ef yfirleitt verður sett löggjöf um líknarstarfsemi í landinu, verður hún að vera miðuð við þjóðarheildina, en ekki vissar stéttir, hvernig svo sem þar er ástatt.