02.11.1943
Sameinað þing: 25. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í D-deild Alþingistíðinda. (2629)

47. mál, greiðsla á skuldum ríkissjóðs

Þóroddur Guðmundsson:

Þessi ræða þm. S.-Þ. er ekki mikilla svara verð, enda geri ég ráð fyrir, að þm. hafi ekki tekið hana alvarlega.

En að því er viðkemur ummælum hans um flokksbræður mína í Noregi, þá vildi ég aðeins benda þm. á, að hann og hans flokksbræður hefðu átt að taka þetta til athugunar, þegar Framsfl. skaðaði ríkissjóð um tugi milljóna kr. með sinni fávíslegu og óforsjálu fjármálastjórn í byrjun stríðsins, þegar Eysteinn Jónsson og aðrir fjármálaspekingar Framsóknar kepptust víð að greiða skuldir, í stað þess að flytja inn vélar og skip og annað það, er við höfðum mesta þörf fyrir. Fjölda líkra dæma í smáum stíl mætti nefna um fjármálavit þeirra framsóknarmanna, en hér vinnst ekki tími til að hreyfa öllu því syndaregistri.