15.12.1943
Efri deild: 67. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í C-deild Alþingistíðinda. (2639)

139. mál, stríðsgróðaskattur

Bernharð Stefánsson:

Ég er sammála hv. 6. þm. Reykv. um, að það sé ósiður, sem tíðkazt hefur á síðari tímum, að málin komi hingað til Ed. á síðustu dögum þ. og ætlazt sé til, að þau séu samþ. hér óbreytt, af því að ekki vinnst tími til að afgr. þau með öðru móti. En áðan beindi ég nú máli mínu eiginlega fyrst og fremst til þeirra manna, sem voru á móti því, að næsta mál á undan færi til n. Ég vil sízt draga úr því, að þessi hv. d. mótmæli með einhverjum hætti þeirri framkomu, sem hv. Nd. hefur stundum leyft sér gagnvart henni, en á hinn bóginn er á það að líta, hvort nokkur ávinningur er að því, að þetta mál nái fram að ganga eða ekki.

Hv. 6. þm. Reykv. sagðist hafa óskað að bera fram brtt., en beðið með það, af því að þetta frv. hafi legið fyrir hv. Nd. Nú er vonlaust um, að þó að frv. væri vísað til n. og hv. þn. gæti komið brtt. að, að það gæti orðið að l. á þessu þingi. Hæstv. forseti Sþ. hefur gefið í skyn, að þingi muni verða slitið á föstudag. Það segir sig sjálft, að frv. það, sem hér er til 1. umr. og á að fara til n. o. s. frv., getur ekki fengið afgreiðslu á þessu þingi, jafnvel þó að því yrði ekki slitið fyrr en á laugardag.

Viðvíkjandi því, að það megi taka það upp á næsta þingi, þá er það satt, en svo er líka um öll óafgreidd mál.

Annars var ræða hv. 2. þm. Barð. um útsvarsl., en ekki þessi l., sem hér er ráðgert að breyta, þó að þetta sé skylt hvort öðru.