06.09.1943
Efri deild: 10. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í B-deild Alþingistíðinda. (265)

30. mál, einkasala á tóbaki

Haraldur Guðmundsson:

Ég hygg, að hæstv. ráðh. hafi í síðustu ræðu sinni svarað þeirri fyrirspurn, sem ég bar fram. Ég mun hér endurtaka orð hans, svo að ekkert beri á milli.

„Stj. mun að sjálfsögðu skýra þinginu frá því, hvernig hún ætlar að verja því fé, sem inn kemur, áður en það kemur til framkvæmda, svo að það gæti þá stöðvað eða breytt þeim ákvörðunum.“

Ég tel þetta fullnægjandi svar við fyrirspurn minni, og að þessu loforði fengnu get ég greitt frv. atkv., því að ég tel, að Alþ. eigi skýlausan rétt á að ráðstafa þessu fé.