29.10.1943
Sameinað þing: 23. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í D-deild Alþingistíðinda. (2658)

125. mál, rafmagnsveita Reykjaness

Forseti (GSv):

Ég skal geta þess, að þær brtt., sem fram hafa komið í þessu máli, geta ekki samrýmzt. Brtt. á þskj. 284, hygg ég, að orki mjög tvímælis, og kemur hún með allt annað orðalag en upphaflega till. Auk þess virðist vanta, hvaðan taka eigi það fé, sem til verksins þarf, en það er tekið fram í hinum till. Mér virðist, að fjhn. ætti að fá tillögurnar til athugunar eða samræmingar eða koma með brtt. við málið allt í heild.

Vegna ummæla hv. 9. landsk. er þetta látið koma fram, en þau hnigu mjög í þessa átt. — Ég tel engan skaða, þótt þessar till. væru geymdar til síðari umr.