06.09.1943
Efri deild: 10. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

30. mál, einkasala á tóbaki

Gísli Jónsson:

Ég vildi aðeins leyfa mér að leiðrétta það, sem hæstv. ráðh. fór með. Ég hélt því fram, að verðlækkunarskatturinn væri í mörgum tilfellum 80%, og við, sem greiðum skattana og berum þunga þeirra, vitum, að hann nemur oft þessari hlutfallstölu, enda ætti að vera auðvelt að reikna svo einfalt dæmi. Og ég fullyrði, að í mörgum tilfellum er verðlækkunarskatturinn 80%. Mér er ekki sama, hvort þessi leið er ný eða hún á að koma fyrir aðra tekjustofna, sem fyrir eru í l. Ég verð að segja það, að mér fannst þau svör, sem hæstv. ráðh. gaf, jafnloðin og þau voru illa undirbúin. En það er mikið atriði í þessu máli, hvort þessi nýi tekjustofn á að koma fyrir aðra tekjustofna, sem nú eru samkvæmt l., eða hvort hann á að koma ofan á allar þær byrðar, sem fyrir eru. Mér finnst þetta svo augljóst, að ráðh. ætti að geta gefið alveg ákveðin svör.