29.10.1943
Sameinað þing: 23. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í D-deild Alþingistíðinda. (2661)

125. mál, rafmagnsveita Reykjaness

Forseti (GSv):

Út af fyrirspurn hv. 2. þm. Árn. er það að segja, að það, sem hann stakk upp á um afgreiðslu þessa máls, er meðferð, sem að sjálfsögðu kemur til greina og ég ætlaði mér í síðustu forvöð að bjóða hv. þm. upp á, en hitt er eðlilegra, ef málið á að ganga sinn reglulega gang og sem hraðast, að ljúka þessari umr. nú og láta n. fá málið til athugunar og umsagnar og síðan yrði síðari umr. sett. Ef frestað er þessari fyrri umr. og málinu vísað til n. þann veg, sem vel er gerlegt, þá tefur það málið nokkuð. En ef fallizt er á það, er það af minni hálfu allt eins gerlegt, og ég mun e. t. v. verða neyddur til þess að taka það ráð, ef ekki fæst samkomulag um að greiða nú atkv. um frumtill. og láta hana ganga til n. eftir það, en án þess að greiða atkv. um brtt.