22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í D-deild Alþingistíðinda. (2738)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Fjmrh. (Björn Ólafssom) :

Út af ræðu hv. þm. Snæf. vil ég taka það fram, að í ræðu minni var hvergi á það minnzt, að hefja bæri sakamálsrannsókn gegn félögunum. Ég er hv. þm. sammála um það, að slíkt eigi ekki að gera án undangenginnar rannsóknar. Ég er þeirrar skoðunar, að þótt málið líti grunsamlega út, verði að gera þá rannsókn fyrst, sem viðskiptaráð hefur nú með höndum, og að því loknu hljóti málið að ganga sinn gang, ef álitin er full ástæða til.