22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í D-deild Alþingistíðinda. (2751)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Gunnar Thoroddsen:

Hv. 2. þm. Reykv. (EOl) bar það á olíufélögin, að þau hefðu farið með lygar, og ætti honum ekki sem ritstjóra Þjóðviljans að blöskra slíkt svo mjög. Hann vill láta l. ganga jafnt yfir alla, en þá ætti hann að greiða atkv. gegn þessari till., því að opinber rannsókn hefur ekki verið gerð í slíku máli hjá neinum öðrum. Þá hef ég aldrei heyrt annað eins og að það sé Alþ. til skammar, að mál fari til n. Þetta er forsmekkur þess réttarfars, sem koma skal hjá kommúnistum. Ef olíufélögin okra nú, ætli þau hafi þá ekki okrað eins, meðan forstjóri í öðru þeirra var flokksmaður hv. þm. Ísaf.? Þá heyrðist ekki orð um olíuokur. Ætli þau hafi ekki líka okrað, meðan sami maður var formaður í flokki hv. 8. þm. Reykv.? Ekkert hljóð úr horni þá um olíuokur. Nei, það, sem sem hér liggur bak við, er ekkert annað en ofsókn á olíufélögin.