24.11.1943
Neðri deild: 53. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í C-deild Alþingistíðinda. (2760)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Á þskj. 436 flyt ég ásamt hv. 8. þm. Reykv. brtt. um það, að aftan við 2. efnismgr. 3. gr. l. nr. 20 20. maí 1942 bætist ný setning, svo sem segir á þskj.

Í þessum l. frá 1942 er svo ákveðið, að félög, sem geta ekki úthlutað varasjóði sínum við félagsslit, þ. e. samvinnufélög, megi draga frá tekjum sínum, áður en skattur er reiknaður, varasjóðstillag, sem nemur 1/3 af hreinum tekjum félagsins, áður en tekjuskattur, stríðsgróðaskattur, samvinnuskattur og útsvar, sem greitt hefur verið á árinu, er dregið frá tekjunum. En í l. nr. 46 frá 1937 er ákvæði í 24. gr. um framlag slíkra félaga í varasjóði, og er þar svo fyrir mælt, að varasjóðsframlag slíkra félaga skuli ekki vera minna en 1% af viðskiptaveltu félagsins. — Nú hefur það komið í ljós, eftir að lögfest var áðurnefnt ákvæði frá 1942, um, að varasjóðstill. mætti nema allt að 1/3 af tekjunum, að ýmis af þessum félögum fá samkv. þessu ákvæði ekki að draga frá tekjunum allt það fé, sem þeim er skylt að leggja í varasjóð samkv. l. nr. 46 frá 1937. Brtt. okkar er því flutt til leiðréttingar á þessu, þannig að varasjóðstillag það, sem draga má frá tekjunum, verði aldrei minna en það, sem skylt er að leggja í varasjóð samkv. l. nr. 46 frá 1937. Það virðist sjálfsagt, að félögunum sé gert kleift að leggja í varasjóð eins og 1. frá 1937 mæla fyrir.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þessa till., en vænti, að hv. deildarmönnum sé málið nægilega ljóst.

Hv. 6. landsk. hefur flutt brtt. á þskj. 457. Nú vildi ég beina því til forseta, hvort hann sæi sér ekki fært að bera okkar till. upp á eftir, verði till. 6. landsk. samþ., þannig að hún komi inn á viðeigandi stað, þótt hún sé miðuð við lögin eins og þau eru nú.

Í till. 6. landsk. er ákvæði um nýbyggingasjóðstill. útgerðarfélaga. Í niðurlagi þeirrar gr. er sagt, að þegar nýbyggingarsjóður er orðinn jafnhár hæfilegu vátryggingarverði skips eða skipa skattþegns, þá skuli hið skattfrjálsa framlag til sjóðsins lækka um helming. Ég vildi leyfa mér að koma með till. um breyt. á þessu ákvæði. Í stað þess að miða við vátryggingarupphæð skips, þá sé miðað við innborgað hlutafé. Þykir mér eðlilegra, að þessi sjóðhlunnindi fari eftir áhættu atvinnurekenda við reksturinn. Till. mín er svo hljóðandi: Nú er nýbyggingarsjóður orðinn jafnhár innborguðu hlutafé félags, enda nemi hann 2 millj. kr. eða þar yfir, og má hið skattfrjálsa framlag í nýbyggingarsjóð þá eigi nema meira en 1/6 af hreinum tekjum félags samkv. framansögðu.

Þessi till. felur í sér nokkru rýmri heimild fyrir smærri útgerðarfélög til að leggja í nýbyggingarsjóð. Vil ég leyfa mér að afhenda forseta þessa till.