22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í D-deild Alþingistíðinda. (2761)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Forseti (EmJ) :

Þess hefur verið óskað, að málinu verði frestað og beðið eftir þeim, sem fjarstaddir eru, en það eru 5 menn. Einn þeirra er aðalforseti d., sem hefur ákveðið málið á dagskrána og til afgreiðslu að sér fjarverandi, en annar meðflm. að till., sem liggur fyrir, og tel ég vafa á, að þeim sé þökk á frestun af þeim orsökum, að þeir eru ekki viðstaddir. Þar sem flm. mótmæla líka eindregið frestun, vil ég láta fara fram atkvgr.