22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (2767)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Forseti (EmJ):

Það gætir misskilnings bæði hjá hv. þm. G.-K. og hv. 2. þm. Eyf., að málum hafi verið frestað í dag vegna fjarvistar þm. Allt hefur verið afgreitt í röð, sem á dagskránni er, nema fyrsta málið, sem var skotið aftur fyrir samkv. ósk form. landbn. Mér var ekki kunnugt nema fyrir örstuttri stundu, að þessir þm. yrðu fjarstaddir í dag. Það má vera, að rétt sé, að alltaf kæmu allir til atkvgr., og mér þætti það ákjósanlegast. En ég ætla, að það sé mikil undantekning, að atkvgr. sé ekki látin fara fram af þeim sökum, og ég vil á ný benda á, að aðalforseti d. hefur búið svo um dagskrána, að hann ætlaðist til, að þetta mál gengi fram.