22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (2771)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Ólafur Thors:

Ég átti ekki við, að mál, sem eru á dagskránni, hafi verið tekin út, heldur hefur mér verið tjáð, að mál hafi ekki komizt á dagskrá vegna fjarvistar þm. Ef hæstv. forseti lætur ganga til atkv. nú, getur hann neytt þm. til að greiða atkv. á móti rannsókn, þó að þeir ella, að fengnum upplýsingum, teldu rétt að láta hana fara fram. Ég er ekki viss um afstöðu þeirra þm., sem fjarstaddir eru. Kannske teldu þeir rétt að greiða atkv., eftir að fallin eru ummæli frá hlutaðeigandi ráðh. á þá lund, að hann telji ekki málið nægilega undirbúið, til þess að fyrir liggi grundvöllur undir sakamálsrannsókn. En ég vil ekki vera settur í það.