24.11.1943
Neðri deild: 53. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 492 í C-deild Alþingistíðinda. (2797)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jakob Möller:

Það hefur verið ýmislegt sagt um þetta mál, ekki sízt eins og farið hefur verið með það. Þetta frv. mun hafa verið samið af n., sem skipuð var til að athuga skattamál eftir þingfrestunina í vor. Nú er farið að blanda inn í frv. atriðum, sem ekkert samkomulag varð um. Það er auðséð, að með þessum hætti er málinu sjálfu stofnað í voða, svo að það getur jafnvel farið svo, að þeim atriðum, sem n. varð sammála um, sé teflt í hættu með þessum ágreiningi. Þar við bætist svo, að hér liggja fyrir till., sem n. hefur ekki fengið tækifæri til að lesa. Ég vil því mælast til þess, að umr. verði frestað á þessu stigi, til þess að n. geti athugað málið og einstakar till., sem borizt hafa. Vil ég beina þessu til hæstv. forseta, en annars áskil ég mér rétt til ræðu.