06.12.1943
Neðri deild: 59. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í C-deild Alþingistíðinda. (2900)

177. mál, ráðstafanir og tekjuöflun vegna dýrtíða og erfiðleika atvinnuveganna

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Frv. þetta flutti fjhn. f. h. fjmrh. Hún flutti það óbreytt eins og það kom frá fjmrn., en hefur við athugun talið þörf að gera á því tvær smábreytingar, sem breyta engu um efni, aðeins formi. Okkur þykir rétt, að vitnað sé í l. frá 1943, en það er síðasta framlenging þessara l., og tekið sé fram, að l. gangi í gildi 1. jan. 1944, þegar tími gildandi laga rennur út. Við flytjum því tvær skrifl. brtt. á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta:

„l. Við 1. gr. Greinina skal orða svo:

Í stað orðanna „til ársloka 1943“ í 1. lið 3. greinar laganna (sbr. lög nr. 29/1943) kemur: til ársloka 1944.

2. Við 2. gr. Greinina skal orða svo:

Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1944.“