14.10.1943
Efri deild: 34. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í C-deild Alþingistíðinda. (2939)

3. mál, eignaraukaskattur

Bjarni Benediktsson:

Úr því að það liggur fyrir, að nál. sé til og hafi verið afhent ríkisstj., hlýtur því að verða útbýtt hér á Alþ. næstu daga. Og þar sem hv. 3. landsk. og meðflm. hans hafa beðið rólegir í 40 daga án þess að hreyfa við málinu, þá er það sannarlega furðulegt, að þeir skuli nú, þegar gögnin eru svo að segja komin í hendurnar, rjúka til og ætla að knýja málið áfram áður en upplýsingarnar liggja fyrir. Að ætla sér að knýja málið áfram, þegar hillir undir upplýsingarnar, það er tortryggilegt.