14.10.1943
Efri deild: 34. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 536 í C-deild Alþingistíðinda. (2945)

3. mál, eignaraukaskattur

Bjarni Benediktsson:

Mér skilst, að ef farið væri að till. hv. 3. landsk., þá yrði það til þess, að prentun á þessum skjölum gæti dregizt von úr viti. Ég vil því nota tækifærið og skora á ríkisstj. að láta prenta nál. og útbýta því meðal þm. Ég vil vekja athygli á því, að við 1. umr. málsins í vor áskildi ég mér rétt til þess að bera fram till. um það, að hæstv. forseti vísaði þessu frv. frá, ef það skyldi koma fram, að frv. bryti í bága við stjskr. ríkisins. Nú veit eg ekkert, hvað þessi n. hefur um þetta atriði að segja, — það er eitt af því, sem ég vildi fá upplýst. Mér finnst því á allan hátt eðlilegt, að þessi gögn í málinu liggi fyrir, áður en það kemur til umr.