11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í C-deild Alþingistíðinda. (2989)

3. mál, eignaraukaskattur

Frsm. meiri hl. (Haraldur Guðmundsson) :

Ég harma það mjög, ef mál þetta verður beitt þeirri aðferð, sem nú er fyrirhuguð. Það hefur legið fyrir þinginu frá byrjun þess, hefur verið til meðferðar í mþn. og er auk þess búið að liggja hér í hv. d., svo að nægur tími hefur verið til að athuga það gaumgæfilega. Brtt. á þskj. 584 var lögð fram fyrir 2. umr., en tekin aftur til 3. umr. Brtt. á þskj. 685 er að vísu ný, en ég veit, að jafnglöggur maður og hv. 6. þm. Reykv. er búinn að átta sig á efni hennar. Enn fremur bendi ég á, að málið á eftir að fá afgreiðslu í Nd., og væri þá sem hægast að koma að nánari athugun, þótt það væri hér ekki áfram að þvælast fyrir öðrum málum.