13.09.1943
Efri deild: 16. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í C-deild Alþingistíðinda. (3011)

37. mál, alþýðutryggingar

Flm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Ég þarf ekki að halda langa ræðu, því að þetta frv. er ekki margbrotið. Eins og hv. dm. er kunnugt, var ákveðið í tryggingal. 1937, að persónugjald manna til lífeyrissjóð skyldi vera 1% af skattskyldum tekjum. Nú fór fram breyt. á þeim l. 1941, þannig að í stað þess, að gjaldið átti að miðast við skattskyldar tekjur einstaklingsins, átti ekki lengur að miða við þær, heldur hreinar tekjur að frádregnum persónufrádrætti. En þegar þessi breyt. var gerð, var ekki farið að praktisera umreiknun tekjuskattsins, og því hefur ekki verið athugað, að þetta gjald hlíti að því leyti sama lögmáli og tekjuskatturinn, að gjaldstofn hvors tveggja sé hinn sami, hreinar tekjur umreiknaðar og að frádregnum persónufrádrætti. Þetta munar ekki svo litlu. Ýmsir hafa óskað þess við mig, að þessu væri kippt í lag, og mér finnst sanngirnismál, að sami stofninn sé undir báðum, tekjuskatti og lífeyrissjóðsgjaldi.

Ég geri ráð fyrir, að málinu verði vísað til heilbrigðis- og félagsmálan.