13.09.1943
Efri deild: 16. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í C-deild Alþingistíðinda. (3012)

37. mál, alþýðutryggingar

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég er ekki á móti því, að frv. fari til n., þó að ég sé mótfallinn efni þess. Skoðun hv. flm. er á misskilningi byggð. Ef lífeyrir á að vera nokkuð í samræmi við verðlagið á hverjum tíma, verða tekjur sjóðsins að vera í samræmi við það. 1936 voru hugmyndir manna um lífeyri 750 kr. í Rvík, sem væri lítilsvirði nú. Ef lífeyrissjóður á að geta annað hlutverki sínu, verða tekjustofnar hans að vaxa í samræmi við dýrtíðina í landinu. Hins vegar mundi þetta frv. skerða tekjur sjóðsins, ef það næði fram að ganga.

Hv. þm. Dal. sagði, að sveitarfélög þættust fá lítið úr honum. Það er rétt. Þau hafa enn ekkert fengið, svo að þeim þykir það að vonum lítið. Að þessu leyti eru l. enn þá ekki komin til framkvæmda.