16.09.1943
Efri deild: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í C-deild Alþingistíðinda. (3026)

42. mál, dýrtíðarráðstafanir

Flm. (Brynjólfur Bjarnason) :

Það er ekkert við þessari aths. að segja annað en það, að það virðist koma fram nokkur meiningamunur hjá mér og hv. þm. Barð. Við erum sammála um það, að ákvæðin þurfi að vera skýr, en við erum ekki sammála um, hvað í þeim eigi að felast. Ég er ekki samþykkur því, að ríkisstj. hafi heimild til þess að kaupa niður verð á vörum, hvort sem Alþ. situr eða ekki. Ég álít, að ekki þurfi að taka það fram, að ríkisstj. hafi ekki þessa heimild, á meðan Alþ. situr, því að það hefur aldrei verið venja, að ríkisstj. framkvæmdi slíkar fjárveitingar án þess að spyrja Alþ., þótt núverandi ríkisstj. virðist nú að vísu ætla að brjóta þá venju. Ég er á þeirri skoðun, að samþykki Alþ. skuli alltaf þurfa til slíkra fjárveitinga, hvort sem það situr eða ekki, og er þá rétt, að frv. sé einmitt í þessu formi, sem það nú er.

Þótt einhverjir þm. telji rétt að gefa ríkisstj. þessa heimild milli þinga, þá tel ég, að ekki megi ganga lengra en svo, að réttur Alþ. sé alltaf tryggður. Hins vegar ætti Alþ. að vera heimilt að gefa ríkisstj. þessa heimild í hvert skipti.