26.11.1943
Sameinað þing: 37. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í D-deild Alþingistíðinda. (3031)

13. mál, virkjun Fljótaár

Skúli Guðmundsson:

Mig langar að spyrjast fyrir um það hjá flm., hvernig beri að skilja þetta í ályktuninni: „gegn veði í virkjuninni“. Það er til 1., 2., 3., 4. og 5. veðréttur, en mig langar að heyra það hjá þeim, hvort það sé ætlun þeirra, að ríkisstj. hafi 1. veðrétt í fyrirtækinu eða ríkisstj. eigi að veita ábyrgð, ef hún fær eitthvert veð, án tillits til þess, hvort aðrir hafa þar forgangsrétt eða ekki.