26.11.1943
Sameinað þing: 37. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í D-deild Alþingistíðinda. (3039)

13. mál, virkjun Fljótaár

Stefán Jóh. Stefánsson:

Út af fyrirspurn hæstv. fjmrh. um það, hvort eitthvað væri nýtt í þessari áætlun, sem gæfi það til kynna, að þetta mundi verða dýrara en áður hefur verið gert ráð fyrir, vil ég segja það, að mér er ekki kunnugt um það og get hvorki svarað því til eða frá, þar sem ég hef ekki sérstaklega innt eftir því, og get ég því ekki svarað fyrirspurn hæstv. ráðh. um þetta atriði. Eins og ég gat um í frumræðu minni, er tilgangur flm. sá, að l. nr. 35 2. apríl 1943 yrðu framkvæmd, eins og venja hefur verið með slíka löggjöf áður. En hins vegar get ég vel skilið séraðstöðu ríkisstj., að hún vilji fá bein fyrirmæli til þess að framkvæma ákveðna hluti, sem Alþ. hefur gert ráð fyrir.