10.11.1943
Neðri deild: 43. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í C-deild Alþingistíðinda. (3080)

42. mál, dýrtíðarráðstafanir

Bjarni Ásgeirsson:

Mig langar til að spyrja hv. flm. till. á þskj. 344, hvernig beri að skilja hana, því að mér virðist efni hennar þannig, að verði hún samþ., sé með henni kippt burtu grundvellinum fyrir starfi n. Í till. stendur, að n. skuli skila áliti fyrir 15. ágúst ár hvert. Niðurstöður hennar gilda því ekki nema til eins árs.

Nú er það svo, að þessi n. átti ekki að hafa úrslitavald nema því aðeins, að hún yrði öll sammála. En þá vil ég spyrja: Hvaða verðlag á að gilda á landbúnaðarafurðum, ef n. verður ekki sammála? Á þá ekkert verðlag að gilda? Ég leit svo á, að þegar 6 manna n. hafði einu sinni fundið hlutfallið milli verðlags á landbúnaðarafurðum og kaupgjalds, þá væri það einungis skrifstofuverk, sem ríkisstj. gat alltaf látið framkvæma, að reikna út breyt. á núverandi verðlagsgrundvelli. En nú á þetta ekki að vera svo lengur, heldur á að ákveða verðið á hverju ári fyrir 15. ágúst. Og þá sé ég ekki annað en í gildi sé komið það ákvæði l. um, að ef ekki verða allir sammála, þá gildir ekki samkomulag neins meiri hl. í n. Ég vildi óska þess að fá fram skoðun allra hv. flm. brtt. á þskj. 344 um það, hvernig þeir líti á þetta atriði, hvernig fari um verðlagið, ef n. yrði ekki sammála um það, næst þegar hún á að ákveða um þetta fyrir 15. sept. n. k., ef brtt. þessi væri samþ.