13.12.1943
Neðri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í C-deild Alþingistíðinda. (3102)

42. mál, dýrtíðarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Það er út af því, sem hv. 3. þm. Reykv. var að segja. Ég sé ekki, að þörfin sé ekki fyrir hendi til að afgreiða þetta frv. rétt eins og áður var, þótt frv. hafi komið frá hæstv. ríkisstj., eins og hv. þm. drap á. Þingið getur eftir sem áður ákveðið um það, sem þetta frv. fjallar um, og ég skil ekki þau rök, sem hv. þm. var að reyna að færa fyrir máli sínu.

Þessu máli hefur verið frestað lengi. Það kom fram þegar í þingbyrjun, og nú er komið að þingslitum. Það nær því ekki neinni átt að fresta því lengur. Miklu eðlilegra væri að greiða fyrir því, að það fengi afgreiðslu sem allra fyrst.