28.10.1943
Efri deild: 41. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í C-deild Alþingistíðinda. (3149)

123. mál, náttúrurannsóknir

Brynjólfur Bjarnason:

Þetta var prýðileg aths. hjá hv. þm. Str. — Út af því, sem hv. 3. landsk. þm. sagði um það, hvort leggja ætti ráðið niður eða ekki, þá er það ákaflega einfalt og þarf ekki rannsóknar við, því að ráðið hefur þegar orðið sér til skammar, og það er til skammar. En það, sem rannsaka þarf, er hvaða skipun eigi að taka upp á þessum málum.