15.12.1943
Efri deild: 66. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í D-deild Alþingistíðinda. (3278)

180. mál, jarðræktarmál

Páll Hermannsson:

Ég skal geta þess, að ég álít, að sumt í þessari till. geti orðið að einhverju liði. Jarðvegsrannsóknir eru sjálfsagt góðar, og sama er að segja um ýmislegt fleira í till. Samt ætla ég að lýsa yfir, að ég get ekki gert ráð fyrir, að þessi till. geti komið í stað jarðræktarl. Það er of lauslega gengið frá henni, til þess að hún geti orðið að varanlegu gagni. Ég geri því ráð fyrir, að haldið verði áfram með brtt. við jarðræktarl. strax á næsta þingi. Það er ekki tekið fram, að ríkið eigi að leggja fram fé til rannsóknanna. Ég óttast, að þessi till., verði hún samþ., frekar tefji málið en flýti fyrir framgangi þess. Mun ég þó láta afskiptalaust, hvað um till. verður. En ekki kæmi mér á óvart, að þeir, sem voru á móti breyt. á jarðræktarl. áðan, yrðu með þessari till.