16.12.1943
Sameinað þing: 45. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 294 í D-deild Alþingistíðinda. (3373)

191. mál, lækka verð á vörum innan lands

Forseti (GSv):

Í 64. gr. þingskapa segir, að um stjórnarfrv. eða þau frv., sem flutt séu að tillagi ríkisstj., „ræður þó einfaldur meiri hluti“. Þegar svo er ástatt um þann flokk mála, sem mestra aðgerða þarf, að einfaldur meiri hl. nægir til að veita afbrigði, — og ef svo er sem nú, að flutt sé till. fyrir hönd ríkisstj. eða samkv. hennar óskum, — þá gefur að skilja, að veigaminni mál en stjórnarfrv. krefjast ekki strangari reglna, nema ef síður væri. Því úrskurðast rétt, að með þeirri atkvgr., sem fram hefur farið, eru afbrigði veitt.