16.12.1943
Sameinað þing: 45. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í D-deild Alþingistíðinda. (3487)

143. mál, þjóðleikhúsið

Gunnar Thoroddsen:

Eins og fram kom við fyrri umr., fjallar till. um skipun 7 manna n. til að gera tillögur um stjórnarfyrirkomulag og rekstur þjóðleikhússins, skuli 4 nm. nefndir eftir tilnefningu þingflokkanna, einn af Leikfélagi Reykjavíkur, einn af Bandalagi ísl. listamanna og loks einn af Félagi ísl. leikara, og sé hann formaður n. Ýtarlega þarf ekki að ræða málið. Alþingi er búið að gera ályktun um, að þjóðleikhúsið skuli fullgert eins fljótt og kostur er á, og þá er ekki eftir neinu að bíða með að skipa n. til þessa hlutverks. Menn gera ráð fyrir, að leikhúsið verði rekið af ríkinu og með því skipulagi, sem þegar má undirbúa og þarf að undirbúa. Út af þeim ummælum hv. þm. S.-Þ., að í n. ætti að tefla fram mönnum, sem væru alókunnugir leiklist, vil ég benda á, hve þau eru fjarri sanni. Leikfélag Reykjavíkur, sem haldið hefur uppi leikstarfsemi samfellt um margra ára skeið, og eins Bandalag ísl. listamanna minnka ekkert við þau orð hans. En þótt svo færi, að í n. kæmist einhver listamaður ókunnugur leiklist, þá má telja víst, að Framsfl. mundi velja í n. Jónas Jónsson og aðrir flokkar ágæta menn, svo að tryggð yrði næg sérþekking í leiklist. Því miður hefur þessi hv. þm. ekki séð sér fært að koma og taka þátt í þessari umr., þótt hann væri búinn að boða andstöðu sína, en en ekki má það standa fyrir afgreiðslu málsins. Ég sé enga hættu í því að fela ríkisstj. að skipa þessa n. og vil vænta þess, að Alþingi fallist á þessa sanngjörnu till.