04.10.1943
Sameinað þing: 16. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í D-deild Alþingistíðinda. (3494)

50. mál, gagnfræðanám

Gunnar Thoroddsen:

Á síðasta þingi var þetta mál til umræðu hjá menntmn. hinn 8. apríl, og var samþ. að skrifa kennslumálaráðherra með tilmælum um, að sem fyrst yrði skipuð milliþinganefnd um skólamál samkv. ályktun Alþingis 1941. Nú hefur hún verið skipuð og er tekin til starfa. Tel ég því ekki ástæðu til að taka eitt atriði út úr, því að vitanlega hefur n. öll skólamálin til athugunar. Hún er skipuð sérfróðum mönnum, og eru málin því í góðra manna höndum. Ég skal þess vegna ekki hafa fleiri orð um þetta, en mér virðist ástæðulaust að koma fram með þál. sem þá, er hér liggur fyrir, og þykir mér rétt að leggja til, að málinu verði vísað til allshn.