23.09.1943
Sameinað þing: 14. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í D-deild Alþingistíðinda. (3549)

38. mál, jarðborar til jarðhitarannsókna

Flm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Fyrir þessari till. er gerð grein á þskj. sjálfu, og þarf raunar ekki að endurtaka það, sem þar stendur. Rök grg. eru þess eðlis, að það sé fullkomið íhugunarefni, hvort ekki sé kominn tími til að setja á stofn sérstaka stjórnarskrifstofu með hæfu starfsliði til að fara með félagsmálin í heild.

Eins og bent er á í grg., var árið 1939 gerð fyrsta tilraunin að afmarka innan sérstakrar stjórnardeildar þau mál, sem einkum verður að telja til félagsmálanna. En svo tókst til á þessu fyrsta stigi málsins, að aðgreiningin reyndist ófullkomin, og auk þess kom það fljótt í ljós, þegar á reyndi, og þó enn betur síðar, hve óhentugt það er að hafa ekki sérstöku starfsliði á að skipa til að fjalla um þessi mái. Af þessu leiddi, að leita varð til ýmissa manna, sem fjölluðu um sína greinina hver, þó að þessar starfsgreinar væru svo nátengdar, að eðlilegast hefði verið, að þær hefðu verið fengnar sérstökum ákveðnum mönnum í hendur.

Ég tel því, að sú reynsla, sem fengizt hefur af þessum fyrstu tilraunum á sviði félagsmálanna, hafi leitt í ljós, að hér er þörf verulegra umbóta. Það getur ekki verið deiluatriði, eins og drepið er á í grg., að þessi mál verða æ umfangsmeiri, eftir því sem stundir líða, og að mjög áríðandi er, að þau séu í höndum þar til hæfra manna, sem fjalla daglega um málin og afla sér smám saman reynslu og þekkingar á meðferð þeirra. Það er líka svo, að þessi hefur reyndin orðið víðast í öðrum löndum, og þar hefur þessum málaflokkum yfirleitt verið safnað saman í eina eða tvær skrifstofur. Þangað hafa svo valizt menn, sem sökum menntunar sinnar og reynslu hafa reynzt bezt hæfir til slíkra starfa. Til dæmis má nefna það, að félagsmálaráðuneyti hafa um langt skeið verið starfrækt á Norðurlöndum. Ágætt dæmi um það, hver nauðsyn er yfirleitt talin á því, að þessum málum sé haldið aðgreindum frá öðrum málum, er það, að þegar Beveridge-áætlunin kom fram í Bretlandi, sú sem vakti þar mesta athyglina þrátt fyrir alla styrjaldarviðburðina, þá fylgdi það með tillögum áætlunarinnar, að þau mál, sem hún fjallaði um, skyldu falin sérstakri deild í stjórnarráðinu, og voru þau mál þó ekki nema einn þáttur félagsmálanna í heild. Að vísu varð ekki sú niðurstaðan á fyrsta stigi málsins, að svo yrði gert, en það atriði sætti líka einna mestri gagnrýni af hálfu þeirra manna, er fylgdu áætluninni fastast fram. En ef það er svo, sem ég dreg ekki í efa, að einn að vísu mikilsverður þáttur félagsmálanna hafi þarna útheimt sérstaka stjórnardeild, ætti það ekki síður að eiga við um félagsmálin í heild. Ætla ég, að eigi þurfi um það að deila, svo sem það liggur í augum uppi.

Ég tel, að sú byrjun, sem gerð hefur verið á þessum vettvangi, þó að ófullkomin sé, sýni tvennt: Þörf þessarar aðgreiningar og nauðsyn þess, að gerðar skuli ráðstafanir til að tryggja það, að þessum málum verði betur sinnt en verið hefur. Hins vegar liggur í augum uppi, að það litla, sem þegar hefur verið gert, leiðir í þá átt, sem till. bendir í. Ég vil í þessu sambandi geta þess, að í fjárlfrv. hæstv. ríkisstj. er í fyrsta sinn tekin sú stefna að greina þessi mál frá tiðrum málum, þar sem er 17. gr. frv., sem auðkennd er með heitinu félagsmál. Þó að þessi 17. gr. sé engan veginn tæmandi um fjárveitingar til félagsmála, gefur hún þó hugmynd um það, hversu mikill þáttur þau mál eru orðin í ríkisbúskapnum, því að þar er lagt til, að veittar séu rúml. 4 millj. og 200 þús. kr. til þeirra úr ríkissj. En ef tekin væru félagsmálin í víðtækari merkingu, ætti raunar einnig að taka með mál á ýmsum öðrum gr. fjárl., t. d. heilbrigðismálin, en fjárveit. til þeirra nema geysilegum upphæðum.

Ég held því, að þau rök, sem hníga til fylgis við þessa þáltill., séu óhrekjanleg.

Að því mætti spyrja, hvort ekki væri óformlega af stað farið með slíkri tillsamþ. á Alþ. Þar til er því að svara, að l. þau, er hér að lúta, hafa alltaf verið ófullkomin. Í l. nr. 17 1903 er gert ráð fyrir því, að skrifstofustjórar í stjórnarráðinu skuli vera 3 auk landritara. Þegar fram líða stundir, breytist þetta svo, og árið 1938 er svo ákveðið með l. nr. 58, að skrifstofustjórar skuli vera 4, þar sem utanríkismálin höfðu þá bæzt við, en sá flokkur mála fór sívaxandi. Var þó ekki myndað sérstakt utanrn. fyrr en með l. nr. 31 1941. En á tímabilinu frá 1938 til 1941 var það aðeins framkvæmdaratriði, án þess að það væri fyrirskipað í sérstökum l., að skrifstofustjórarnir í stjórnarráðinu væru 5, enda þótt l. frá 1938 gerðu aðeins ráð fyrir 4.

Ég vænti þess, að hv. Alþ. hafi með fjárveitingunni á 17. gr. fjárlfrv. fallizt á sjónarmið þáltill. Að vísu mætti síðar binda þetta nánar með sérstökum 1. og taka þá t. d. í þau 1., ef eðlilegt þykir, að skrifstofustjórar í stjórnarráðinu skuli vera 6, en um það fer að sjálfsögðu eftir verkaskiptingu í ráðuneytinu yfirleitt á hverjum tíma. En ég tel, að með þessari till. sé að svo stöddu á nógu formlegan hátt gengið frá því, að hægt sé að mynda sérstakt félmrn., og þar sem ég hef í grg. fært rök fyrir nauðsyn þessarar stofnunar, tel ég, að á þessu stigi séu málinu gerð næg skil.

Ég vil að lokum leggja til, að málinu verði að umr. lokinni vísað til síðari umr. og allshn.