03.12.1943
Sameinað þing: 38. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í D-deild Alþingistíðinda. (3565)

72. mál, bygging ljós-, hljóð- og radiovita á Seley við Reyðarfjörð og hljóðvita við Berufjörð

Frsm. minni hl. (Lúðvík Jósefsson) :

Ég get verið fáorður, en ég vil geta þess í sambandi við það, sem hv. frsm. meiri hl. sagði, að við í minni hl. lýstum yfir því í fjvn., eins og við segjum í nái. á þskj. 524, að megintilgangur okkar er „að fá fé til viðbótarframlags á þessu ári“ til vitabygginga. Að vísu er bent hér á ákveðna vita, en þó ekki gert eins mikilsvert, að því sé varið eingöngu til þeirra, eins og að fá fé í viðbót því, sem þegar hefur verið veitt. Við leituðum möguleika á að koma fram meginmáli hinnar upphaflegu till., en það reyndist ekki hægt. Við flytjum því brtt. við megintill., þar sem aðeins er lagt til, að fé sé veitt af tekjum þessa árs, — 850 þús. kr., — til vitabygginga, en ekki tekið fram, til hvaða vita það skuli ganga.

Það kemur fram í áliti vitamálastjóra, að hann telur mikla þörf þeirra vita, sem nefndir eru, og mætti því vænta, að aukin fjárframlög kæmu þeim til góða.

Eins og till. okkar liggur fyrir, mundi hún ná þeim tilgangi, sem fólst í upphaflegu till. og eins í brtt. á þskj. 112. Ég get, ef fjvn. óskar þess, dregið til1. til baka frá umr. og að málið fari aftur til fjvn., ef þá mætti telja þess von, að n. stingi ekki málinu undir stól.