25.10.1943
Efri deild: 39. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 382 í B-deild Alþingistíðinda. (360)

120. mál, veitingaskattur

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Þegar lög um veitingaskatt voru sett árið 1933, var verðlagið þannig, að hægt var að kaupa máltíð fyrir kr. 1.25, og var ákveðið, að máltíðir seldar því verði skyldu undanþegnar skatti. Þar er tekið fram, að veitingaskattur sé í eðli sínu skattur á eyðslu manna, og þótti því rétt að undanþiggja fæðissölu á þessu verði.

Þar eð nú fæst ekki nein máltíð fyrir svo lágt verð, að hún sé undanþegin skatti, þótti rétt að setja þau ákvæði, sem farið er fram á í frv. þessu, til þess að samræma anda laganna, að ódýrustu máltíðir skuli vera skattfrjálsar. Leyfi ég mér að vænta þess, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og fjhn.