04.11.1943
Sameinað þing: 26. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (37)

27. mál, fjárlög 1944

Frsm. meiri hl. ( Skúli Guðmundsson) :

Um leið og ég vísa til nál. meiri hl. fjvn. á þskj. 297, vil ég gera nokkra grein fyrir þeim brtt., sem fjvn. flytur á þskj. 296.

N. leggur til, að nokkrar breyt. verði gerðar á tekjuáætlun í 2. gr. frv., aðallega til hækkunar. 1. brtt. er um hækkun á tekju- og eignarskatti úr 18 millj. í 19,5 millj. kr. Telur n. þetta ekki óvarlega áætlað, meðal annars með tilliti til þess, að álagður tekju- og eignarskattur á þessu ári mun nema um 22 millj. kr.

2. brtt. n. er um stríðsgróðaskattinn. Er lagt til, að hann verði áætlaður 12 millj. kr., í stað 7 millj., sem er í frv. Álagður stríðsgróðaskattur á þessu ári mun nema um 14 millj. kr., og samkv. l. á helmingur hans að renna í ríkissjóð, en hinn hlutinn í bæjar-, sveitar- og sýslusjóði. Það hefur verið venja að taka á fjárl. aðeins þann hluta skattsins, sem á að falla til ríkissjóðs, en n. leggur til, að sá háttur verði upp tekinn að telja allan stríðsgróðaskattinn með tekjum í fjárl., en færa síðan hluta sveitarfélaganna með gjöldum á frv. Er hækkunartill. n. byggð á þessu. Ríkisstj. áætlar ríkissjóðshlutann af skattinum 7 millj. og gerir þá ráð fyrir, að hann allur verði um 14 millj. kr. á næsta ári, eins og í ár. N. telur hins vegar réttara að lækka þessa áætlun niður í 12 millj. kr. Byggist þetta á því tvennu, að upplýst er, að með úrskurðum skattanefnda og yfirskattanefnda út af skattakærum hefur skatturinn í ár verið lækkaður um ca. ½ millj. kr., og ekki er víst, að tekjur hinna stærri fyrirtækja verði jafnmiklar í ár og 1942.

3. brtt. er um hækkun á vörumagnstollinum úr 5 millj. í 8 millj. kr. Tollurinn reyndist um 9,4 millj. kr. árið 1942, og í sept.lok þ. á. var hann orðinn rúml. 7,1 millj. kr., sem er 100 þús. kr. hærri upphæð en á sama tíma 1942. N. telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir meiri rýrnun á tollinum en svo, jafnvel þótt eitthvað kunni að draga úr vöruflutningum til landsins, að óhætt mun að áætla þennan lið 8 millj. kr. á næsta ári. Er það um 15 % hækkun frá 1942.

Þá er till. um hækkun á verðtollinum, nú 23 millj. í 30 millj. kr. Þessi tekjuliður gaf tæpar 40 millj. 1942. Fyrstu 3 fjórðunga þ. á. hefur hann numið rúml. 23 millj. kr., sem er mjög svipað og á sama tíma í fyrra. Samkv. upplýsingum ráðuneytisins hefur innflutningur á ýmsum vörum, sem eru hátt tollaðar, dregizt saman á þessu ári, og telur ráðuneytið útlit fyrir frekari samdrátt innflutnings á ýmsum þessum vörum. N. telur þó ekki ógætilega farið að áætla verðtollinn 30 millj., sem er allt að því 25% lægra en reyndist 1942.

5. brtt. er um hækkun á innflutningsgjaldi af benzíni um 200 þús. kr. Hér er aðeins um formsbreyt. að ræða, þar sem n. leggur til, að hluti brúasjóðs af innflutningsgjaldinu, sem n. áætlar 200 þús. kr., verði aftur á móti færður með gjöldum á frv.

6. brtt. er um hækkun á gjaldi af innlendum tollvörum úr 1 millj. í 1,3 millj. kr. Telur n. óhætt að hækka þessa áætlun með tilliti til reynslunnar í þessu á síðast liðnu ári. Þetta gjald hefur numið rúml. 900 þús. kr. fyrstu 9 mán. þ. á.

7. brtt. er um hækkun á stimpilgjaldi um 100 þús. kr., þannig að það verði áætlað 1,5 millj. kr. Það reyndist 1½ millj. 1942 og hefur numið rúml. 1,2 millj. kr. fyrstu 3 ársfjórðunga þ. á.

N. leggur til, að leyfisbréfagjöldin verði lækkuð um 50 þús. kr., þar sem henni virðist útlit fyrir, að þau nái ekki þeirri upphæð, sem frv. gerir ráð fyrir.

9. brtt. er um hækkun erfðafjárskattsins úr 100 í 200 þús. kr. Sá tekjuliður hefur numið 188 þús. kr. frá 1. jan. til sept.loka þ. á.

Síðasta brtt. við 2. gr. er um að taka útflutningsgjaldið inn í frv., en það áætlar n. 1½ millj. króna. Þetta gjald á að ganga til fiskveiðasjóðsins; og leggur n. til, að sama fjárhæð til hans verði talin með gjöldum í 16. gr. Er það í samræmi við till. n. um færslu á stríðsgróðaskattinum, sem ég áðan nefndi, að lagt er til, að útflutningsgjaldið og ráðstöfun þess verði látið sjást í fjárl.

Þá eru nokkrar brtt. við 3. gr. frv. Lagt er til, að fjárveiting til notendasíma í sveitum verði hækkuð úr 200 þús. í 400 þús. kr., en við það lækkar rekstrarhagnaður landssímans sem þessu svarar. Rekstrarhagnaður áfengisverzlunar er hækkaður um 1 millj. 356 þús. kr., í 5 millj., og hagnaður af tóbaksverzlun um 300 þús. kr., í 2,8 millj. Eins og skýrt er frá í nál., er hagnaður af þeirri verðhækkun, sem nýlega hefur orðið á vörum þessara verzlana, ekki tekinn með í þessa áætlun n., en um það var rætt í n., að rétt mundi að taka þær væntanlegu tekjur inn í frv., og mun það verða tekið sérstaklega til athugunar í n. fyrir 3. umr. — Í þessu sambandi má geta þess, að samkv. yfirlýsingu hæstv. ríkisstj. mun hún nú um sinn nota hagnað af verðhækkun áfengis og tóbaks til dýrtíðarráðstafana, en í fjárlfrv. fyrir næsta ár er engin upphæð ætluð til slíkra ráðstafana. Þykir mér ekki ólíklegt, að það mál verði tekið til athugunar í n. fyrir 3. umr. m. a. í sambandi við breyt. á þeim tekjuliðum (hagnaði af áfengis- og tóbaksverzlun), sem hér hafa verið nefndir.

N. leggur til, að hækkuð verði framlög til nýrra símalína um 100 þús. kr., en framlög til þeirra eru færð með eignabreytingum landssímans á 3. gr., og er skýrt frá því í nál., hvaða landssímalínur er ráðgert að byggja. Þá er lagt til, að veittar verði 180 þús. kr. til fjarstýrðra viðtækja vegna bátatalstöðva á Ísafirði. Loks er lagt til, í 17. brtt., að tekjur og gjöld viðgerðarstofu og viðgerðarsmiðju ríkisútvarpsins verði tekið í þessa gr., eins og venja er um hliðstæðar stofnanir.

Er þá getið þeirra helztu breyt., sem n. leggur til, að gerðar verði á tekjubálki frv.

Kem ég þá að brtt. n. við gjaldahlið frv. Við 10. gr. er aðeins ein brtt., sú 19. í röðinni. Er hún um það að færa saman risnufé forsætis- og utanríkisráðherra, sem er í tveim liðum í frvgr., og veita til þess í einu lagi 25 þús. kr. Er þetta 5 þús. kr. lægri fjárhæð en nú er í frv.

Við 11. gr. eru nokkrar brtt., 20.–22. till., sem snerta launagreiðslur við embætti lögmanns, sakadómara og lögreglustjórans í Reykjavík. Eru þetta leiðréttingar samkv. upplýsingum, sem n. hefur fengið. Sama er að segja um 23. brtt., viðkomandi hluta ríkissj óðs af lögreglukostnaði. Með 24. brtt. leggur n. til, að áætlaður kostnaður við landhelgisgæzlu verði hækkaður úr 1 millj. kr. í 1 millj. 250 þús. kr. Þykir ekki varlegt að áætla þennan kostnað lægri. En vitanlega er aldrei hægt að segja með nokkurri vissu fyrirfram um þennan gjaldalið, m. a. vegna þess, að óvíst er, hvað sektarfé og björgunarlaun nema mikilli upphæð.

26. brtt. er um 15 þús. kr. framlag til byggingar fangahúss á Akranesi, en jafnhá upphæð er veitt til þess í fjárl. þessa árs.

Í frv. er gert ráð fyrir töluverðum greiðsluhalla hjá bifreiðaeftirliti ríkisins og löggildingarstofunni. Fjvn. hefur gert till. til ríkisstj. um, að skoðunargjöld bifreiða og gjöld fyrir löggildingu vogar- og mælitækj a verði hækkuð eftir því, sem þörf krefur til að mæta kostnaðinum við þessar stofnanir. Í samræmi við þetta eru 27. og 28. brtt., um hækkun á tekjum þessara stofnana, þannig að gjöld þeirra og tekjur standist á.

29. brtt. er um það, að auk kostnaðar við kauplagsnefnd, sem nú er í frv., verði kostnaður við viðskiptaráðið tekinn í frv., að frádregnum tekjum þess, og einnig kostnaður við gjaldeyriskaupanefnd. Er það í samræmi við þá venju, sem nú er fylgt, að taka þessar stofnanir inn í fjárlögin. Upphæðirnar eru teknar eftir þeirri áætlun, sem n. barst frá ráðuneytinu, en samkv. henni er kostnaðurinn við viðskiptaráðið mjög mikill, eða kr. 1364284,00. Þar á móti koma tekjur, áætlaðar kr. 1350000,00, sem er gjald fyrir innflutningsleyfi samkv. 1.

Brtt. n. við 12. gr. frv. eru þrjár. Sú fyrsta (30. till.) er leiðrétting á launum héraðslækna, sem eru of hátt talin í frv. 31. till. er um 50 þús. kr. hækkun á styrk til að reisa læknisbústaði og sjúkraskýli, og 32. till. um allt að 200 þús. kr. framlag til viðbyggingar sjúkrahúss á Akureyri, 1/3 kostnaðar. Í fjárl. þessa árs eru 70 þús. kr. til þeirrar viðbyggingar.

N. leggur til, að gerðar verði allmiklar breyta 13. gr. frv. Í frv. eru ætlaðar 1 millj. og 800 þús. kr. til nýrra akvega. 33. brtt. n. er um breyt. á þeim lið, þannig að hann verði kr. 4743000,00, eða hækki um allt að 3 millj. kr. Í fjárl. þessa árs eru framlögin til nýrra akvega kr. 3562000,00. Till. n. er því um hækkun frá nú gildandi fjárl. um kr. 1181000,00, eða rúml. 30%. Nokkuð af þessari hækkun er vegna vegalagabreyt., sem gerð var á síðasta þingi, þar sem allmargir nýir vegir voru teknir í þjóðvegatölu, og er nú gert ráð fyrir framlögum til þeirra. N. hefur reynt að mæta óskum einstakra þingm. um framlög til vegagerða, eftir því sem hún taldi fært, og þar sem hún hefur gengið svo langt í þessu efni sem till. hennar sýna, væntir hún þess, að einstakir þm., sem nú hafa borið fram till. um frekari hækkanir á þessum lið, geti fallizt á að taka þær aftur, en að öðrum kosti væntir n. þess, að þær verði felldar. Hækkun á framlögum til vega í einstökum héruðum til viðbótar því, sem n. leggur til, mundi gera erfitt að neita kröfum frá fleirum um hækkanir til samræmis, og eru þá vandséð málalokin. Væntanlega geta flestir hv. þm. fallizt á, að í till. n. sé svo ríflega ætlað til þessara framkvæmda, að eigi sé ástæða til að auka þar við.

34. brtt. er um fjárveitingar til brúargerða, að upphæð samtals kr. 1125000,00. Er það svipuð fjárhæð og í fjárl. þessa árs, en í frv. eru aðeins 250 þús. kr. ætlaðar til brúabygginga.

35. brtt. er um það að taka inn í frv. framlagið til brúasjóðs, sem ákveðið er með l. Er þetta vitanlega áætlunarupphæð, þar sem brúasjóðurinn á að fá ákveðinn hluta af benzínskatti:

Næst er till. um 1 millj. 400 þús. kr. til kaupa á vegavinnuvélum, og er þar farið eftir till. vegamálastjóra. N. telur mikla þörf á því að auka vélanotkun við vegagerðir, eftir því sem unnt er. Hefur áður verið samþ. ályktun um það efni hér á Alþingi. Eins og vikið er að í nál., hefur n. enga afstöðu tekið til þess, hvernig þeim vélum, sem væntanlega verða keyptar, verður dreift um landið til notkunar.

37. brtt. er um hækkun á framlagi til ræktunarvega, en 38. till. um framlög til hafnargerða og lendingarbóta. Hefur n. farið eftir till. vitamálastjóra, og mælir hún gegn því, að aðrar till. um hækkun á þeim framlögum verði samþykktar. Heildarupphæðin, sem n. ætlar til þessara framkvæmda, er kr. 2133000,00, og er það rúmlega 20% hærri fjárhæð en varið er til slíkra framkvæmda á þessu ári.

39. brtt. n. er um hækkun á framlagi til flugmála, nú 100 þús. í 150 þús. kr. Er þetta í sambandi við væntanlega flugvallagerð.

Við 14. gr. A., en þar eru færðar fjárveitingar til kirkjumála, flytur n. 4 brtt. (40.–43. till. Ein þeirra er um hækkun á fjárveitingu til húsabóta á prestssetrum, nú 80 í 100 þús. kr. Þótt n. sjái sér eigi fært að mæla með hærri fjárveitingu í þessu skyni, er það ljóst af bréfi biskups til n., dags. 11. okt. s.l., að þessi fjárveiting hrekkur skammt til þeirra nýbygginga, sem þörf er á.

N. leggur til, að felldur verði niður húsaleigustyrkur nokkurra presta í Reykjavík. Er sú till. flutt með tilvísun til þess, að aðrir prestar verða sjálfir að borga húsaleigu fyrir sig.

Er þá komið að brtt. n. við 14. gr. B., en þar eru færðar fjárveitingar til kennslumála. 44. brtt. er um að halda áfram fjárveitingu, sem nú er í fjárl., til dr. Símonar Ágústssonar til að flytja fyrirlestra við háskólann.

46. brtt. er um að hækka námsstyrki erlendis, sem menntamálaráð úthlutar, úr 125 þús. í 150 þús. kr.

47. brtt. er leiðrétting á frv. Næst er till. um fjárveitingu til viðgerðar á leikfimishúsi Menntaskólans í Reykjavík, 125 þús. kr.

49., 58. og 65. brtt. n. eru um nokkra launauppbót til kennara við kennaraskólann, alþýðuskólann á Eiðum og heyrnar- og málleysingjaskólann. Hefur n. komizt að þeirri niðurstöðu, eftir athugun málsins, að sanngjarnt sé að gera þessa bráðabirgðaráðstöfun, meðan launalög eru ekki sett, til þess að færa laun kennaranna við þessa skóla til samræmis við það, sem greitt er við aðra skóla. Ekki er ætlazt til þess, að verðlagsuppbætur verði greiddar á þessar launaviðbætur.

Í 51. till. n. er lagt til, að greiddur verði utanfararstyrkur til skólastjórans á Hvanneyri, 15 þús. kr. Því er þannig varið, að skólastjórinn ætlar að fara utan með konu sína, frú Valgerði Halldórsdóttur frá Hvanneyri, til að leita henni lækninga, en hún er veik og hefur ekki getað fengið bata hér á landi. Í förinni mun skólastjórinn jafnframt kynna sér ýmsar nýjungar á sviði landbúnaðar, sem honum getur að gagni komið sem skólastjóra við bændaskólann, og leggur n. til, að þessi utanfararstyrkur verði veittur.

52. brtt. snertir garðyrkjuskólann á Reykjum. Er þar fyrst lagt til, að 10 þús. kr. verði veittar til trjáræktar, þannig að skólinn geti tekið upp kennslu á því sviði. Enn fremur, að skólanum verði veittar 20 þús. kr. til greiðslu á skuldum, sem hann stendur í vegna gróðurhúsabygginga.

Í frv. er styrkur til iðnskólahalds á allmörgum stöðum á landinu. N. leggur til, að veittar verði 100 þús. kr. í þessu skyni, og verði styrknum skipt af ríkisstjórninni að fengnum tillögum fræðslumálastjóra og Landssambands iðnaðarmanna. Styrkur til hvers skóla má þó ekki nema meira en 4/5 af rekstrarkostnaði. — Þá leggur n. til, að 30 þús. kr. verði veittar til verklegs framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis í stað 10 þús. kr., sem eru í frv.

56. brtt. er um hækkun á styrk til byggingar barnaskóla utan kaupstaða um 50 þús. kr. Þá er næst till. um styrk til fyrrv. barnakennara eftir till. fræðslumálastjóra. Í frv. eru 10 þús. kr. ætlaðar í þessu skyni, og leggur n. til, að aukauppbót og verðlagsuppbót verði greidd á þennan styrk.

59. brtt. er um hækkun á framlagi til stofnkostnaðar héraðsskóla. Er lagt til, að alls verði veittar 500 þús. kr. og að fénu verði skipt þannig milli skólanna:

Til

Núpsskóla í Dýrafirði

100

þús.

Reykjanesskóla

100

skólans í Varmahlíð

100

Laugarvatnsskóla

150

Laugaskóla

50

Samtals

500

þús.

60.–61. till. þarfnast ekki skýringa.

62. till. er um styrk til Alþýðuskólans Reykjavík, 4000 krónur.

Næst er till. um hækkun á fjárveitingu til byggingar húsmæðraskóla í kaupstöðum um 40 þús. kr. Er til þess ætlazt, að fjárveitingin verði alls 340 þús. kr., sem skiptist þannig:

Til

húsmæðraskóla á

Akureyri

100

þús.

„ „

Akranesi

100

„ í

Hafnarfirði

100

„ „

Reykjavík

40

Þá leggur n. til, að jafnhá upphæð verði veitt til byggingar húsmæðraskóla í sveitum, 340 þús. kr., og verði fénu skipt þannig:

Til

húsmæðraskólans á

Hallormsstað

110

þús.

„ „

Laugarvatni

110

„ í

Borgarfirði

110

skóla Árnýjar Filippusd. í Hverag.

10

64. brtt. er um hækkun á fjárveit. til íþróttamála. Er þar fyrst talinn húsaleigustyrkur til íþróttakennaraskólans, 5 þús. kr., og þar næst til byggingar leikfimishúss sama skóla á Laugarvatni, 150 þús. kr. Þá er lagt til, að framlagið til íþróttasjóðs verði hækkað úr 300 þús., sem nú er í frv., í 450 þús. kr.

Til skýringar 67. brtt., sem er um, að sérstök fjárveiting til sjóvinnunámskeiðs falli niður, skal þess getið, að styrkur til Fiskifélags Íslands er aukinn um nokkru hærri upphæð, m. a. með tilliti til þess, að fiskifélagið annast þessi námskeið.

N. flytur allmargar brtt. við 15. gr. frv. Er þar fyrst nokkur hækkun á fjárveitingum til landsbókasafnsins og þjóðminjasafnsins. Þá er í 71.–91. brtt. lagt til, að styrkir til bókasafna- og lesstofurekstrar á nokkrum stöðum verði nokkuð hækkaðir. Þess skal getið, að eigi er til þess ætlazt, að verðlagsuppbót verði greidd á styrki, þar sem þeir hafa verið hækkaðir fyrst og fremst vegna aukinnar dýrtíðar.

Tekin er upp í 93. brtt. fjárveiting til dr. Jóns Dúasonar, jafnhá þeirri, sem hann hefur í fjárl. þessa árs.

94. brtt. er um fjárveitingu til að semja skólasögu, stúdentatal og kennaratal Menntaskólans í Reykjavík og um nokkrar styrkveitingar til Norræna félagsins og Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn.

95. og 96. till. eru um nokkra hækkun á styrk til leiklistarstarfsemi og styrk til sambands ísl. karlakóra.

97. till. er um byggingarstyrk til listasafns Einars Jónssonar, 100 þús. kr. Húsrúm safnsins er nú orðið ófullnægjandi fyrir listaverkin.

98. till. er um styrk til íslenzku blaðanna í Vesturheimi, Lögbergs og Heimskringlu, 10 þús. kr. til hvors.

Þingvallanefnd telur óhjákvæmilegt, að lagt verði fram fé til brúargerðar á Þingvöllum, og er 99. brtt. um 32 þús. kr. fjárveitingu í því skyni.

Í frv. er sú skekkja, að væntanlegar tekjur af rannsóknum eru ekki taldar til frádráttar gjöldum Rannsóknarstofu háskólans, og er 100. brtt. n. til leiðréttingar á því. Tekjurnar eru áætlaðar 155 þús. kr.

Þá eru brtt. við 16. gr.

101. brtt. er um hækkun á jarðabótastyrk um 200 þús. kr. Er það m. a. vegna þess, að felldar eru niður sérstakar fjárveitingar til landþurrkunar, sem nú eiga að greiðast af jarðræktarstyrknum samkv. breyt., sem gerðar hafa verið á jarðræktarl. Annars er þetta vitanlega áætlunarupphæð, eins og venjulega, og ekki unnt að vita með vissu fyrirfram um upphæð styrksins.

Lagt er til í 103. brtt., að veittar verði 40 þús. kr. til sauðfjárræktarbús á Hesti, sem þar hefur verið stofnað í tilraunaskyni. Ríkisstj. hefur einnig heimild í fjárl. þessa árs til fjárveitingar til búsins.

Framlag til áveitu í Ölfusi er lækkað samkv. 104. brtt. Er gert ráð fyrir, að 25 þús. kr. nægi til greiðslu kostnaðar við framkvæmdir á jörðum ríkisins þar, en að öðru leyti er framlag til áveituframkvæmdanna talið með jarðræktarstyrknum.

106. till. er um framlag til vélasjóðs, til verkfærakaupa, og er þar farið eftir till. verkfæran. Af þessu eru 400 þús. kr. ætlaðar til kaupa á nýjum vélum, en 100 þús. kr. til lúkningar skuldum fyrir skurðgröfur og jarðýtu, sem keyptar voru á þessu ári.

Í sambandi við þessa till. og aðra, sem ég hef áður lýst, um fjárveitingu til kaupa á vegagerðarvélum, vil ég benda á það, að sumar þær stórvirku vélar, sem nýlega hafa verið fluttar inn, virðast nothæfar jafnt til vegagerða og ræktunarundirbúnings. Virðist mér því nauðsynlegt, að sem bezt samvinna sé um notkun slíkra véla, sem ríkið á, milli þeirra, sem stjórna vegamálum og stærri ræktunarframkvæmdum eða ræktunarundirbúningi víðsvegar um landið, um sameiginlega notkun vélanna, að svo miklu leyti sem framkvæmanlegt er. Tel ég æskilegt, að hæstv. ríkisstj. taki þetta mál til athugunar, þegar hún ráðstafar þeim vélum, sem væntanlega verða keyptar.

107. brtt. n. er um hækkun á fjárveitingu til sandgræðslunnar um 50 þús. kr.

Í 109. brtt. er lagt til, að verðlagsuppbót verði veitt á styrki, sem veittir eru einstökum mönnum til dýralækninga á nokkrum stöðum á landinu.

110. brtt. er um lækkun á fjárveitingu til greiðslu kostnaðar vegna sauðfjársjúkdóma. Er þetta byggt á nýjum upplýsingum frá framkvæmdarstjóra sauðfjársjúkdóman. Er þá fyrst lækkun á uppeldisstyrknum, úr 1,2 millj. kr. í 900 þús. kr. Byggist sú till. á því, að vitað er, að miklu færra af lömbum verður sett á nú en áður yfirleitt, vegna fóðurskorts. Enn fremur er lagt til, að niður falli vaxta- og jarðarafgjaldsstyrkur og vegafé, sem veitt hefur verið að undanförnu.

Lagt er til í 112. brtt., að fjárveiting til skuldaskilasjóðs vélbátaeigenda hækki um 20 þús. kr., þar sem upphæðin reyndist of lágt áætluð í frv. Einnig, að tekið verði í 16. gr. framlagið til fiskveiðasjóðs Íslands, en hann á samkv. l. að fá útflutningsgjaldið, sem er áætlað 1½ millj. kr., og leggur n. til, að það verði fært með tekjum á 2. gr. frv., eins og áður er að vikið.

113. brtt. er um hækkun á styrk til landssambands iðnaðarmanna um helming, úr 15 í 30 þús. kr. Þá er lagt til í 114. brtt., að veittar verði 100 þús. kr. til byggingar iðnskóla í Rvík, 1/3 kostnaðar. N. sér ekki ástæðu til að breyta þessari till., þótt fyrir hv. Nd. liggi nú frv. um iðnskóla, þar sem gert er ráð fyrir hlutfallslega nokkru meira ríkisframlagi til þeirra en 1/3 kostnaðar, úr því að frv. er ekki enn orðið að lögum.

115. brtt. er um nokkra launagreiðslu til Halldóru Bjarnadóttur sem viðurkenningu fyrir ágætt starf í þágu heimilisiðnaðarmálsins.

N. leggur til, að styrkur til gamalmennahæla í nokkrum kaupstöðum verði nokkuð hækkaður. 118. brtt. n. er um 5 þús. kr. hækkun á fjárveitingu til mæðrastyrksnefndar, og er jafnframt lagt til, að af styrknum gangi 10 þús. kr. til sumarheimilis mæðra og 5 þús. kr. til mæðrastyrksnefnda utan Reykjavíkur.

Með 119. brtt. er lagt til, að fjárveiting til slysavarna hækki um 15 þús. kr., úr 35 í 50 þús. kr.

Þá er lagt til í 120. brtt., að styrkur til Ungmennafél. Íslands verði hækkaður nokkuð, og einnig, að Íþróttasamband Íslands fái 6000 kr. styrk til bókaútgáfu. Á íþróttasambandinu hvílir sú skylda að gefa út bækur um íþróttir og leikreglur til leiðbeiningar. T. d. ætlar íþróttasambandið nú að gefa út glímubók, í því skyni að stuðla að framförum í þeirri þjóðlegu íþrótt.

121. brtt. n. er um að taka inn í 17. gr. frv. hluta bæjar-, sveitar- og sýslufélaga af stríðsgróðaskatti, en eins og áður segir, leggur n. til, að skatturinn allur verði talinn með tekjum í 2. gr.

Í 17. gr. frv. (14. lið) eru 100 þús. kr. til Kvenfélagasambands Íslands, til húsmæðrafræðslu, heimilisiðnaðar og garðyrkju. Áður hafa verið í fjárl. nokkrir styrkir til kvenfélaga og kvenfélagasambanda víða um land, en þeir eru nú felldir niður í frv., og þessi eina fjárhæð til kvenfélagasambandsins sett í staðinn. Fjvn. gerir enga till. um breyt. á þessu, en ætlast til þess, að þau kvenfélög og kvenfélagasambönd, sem notið hafa styrks að undanförnu, njóti hans áfram, þannig að þau fái hluta af þessari heildarfjárveitingu.

N. flytur till. um nokkrar breyt. við 18. gr. frv. Er þar um tvennt að ræða: niðurfelling á nokkrum greiðslum vegna dauðsfalla og að inn verði teknir nokkrir nýir liðir samkv. umsóknum, sem n. hefur tekið til athugunar.

Tvær brtt. n. eru við 20. gr. Sú fyrri er um hækkun á fjárveitingu til vitabygginga, úr 250 þús. í 350 þús. kr., en hin síðari um hækkun á framlagi til sjómannaskóla um 1 millj., þannig að það verði alls 1½ millj. kr.

Þá flytur n. nokkrar brtt. við heimildagr. frv., 22. gr. Flestar þeirra eru um að taka inn í frv. útgjaldaheimildir, samhlj óða þeim, sem eru í núgildandi fjárl., sem n. þykir ástæða til að veita einnig að þessu sinni. Þannig er um liðina IV–XV, að báðum meðtöldum. Af öðrum brtt. við þessa gr. vil ég nefna nr. III, um heimild til að greiða húsmæðraskólanum á Hallormsstað 5 þús. kr. fyrir að kenna kennslukonuefnum vefnað. Ennfremur lið XVIII, þar sem stj. er heimilað að greiða þrem mönnum allt að 20 þús. kr. til að ljúka rannsóknum á skilyrðum til að brenna tígulstein og fleiri byggingarefni úr íslenzkum jarðefnum. Telur n. rétt að veita stj. heimild til að styrkja þessar rannsóknir.

Þá er till. um að heimila stj. að greiða 25 þús. kr., þó ekki yfir helming kostnaðar, vegna vatnsleitar í Vestmannaeyjum. Er þetta lagt til sökum þeirra sérstöku erfiðleika, sem Vestmannaeyingar eiga við að stríða í þessum efnum.

Síðasta brtt. n. er um heimild til að verja allt að 25 þús. kr. til að kaupa Málmey á Skagafirði. Þar á eynni er viti, og er talið, að um það tvennt sé að ræða að kaupa jörðina, sem talið er líklegt, að fáist keypt, eða byggja vitavarðarhús á eynni. Telur n., að hið fyrrnefnda muni e. t. v. heppilegra.

Í nál. meiri hl. á þskj. 297, bls. 4-5, er heildaryfirlit um hækkun tekna og útgjalda samkv. till. n. og einnig sýnt, hvernig rekstraryfirlit og sjóðsyfirlit muni líta út, ef till. n. verða samþ. Sé ég ekki ástæðu til að lesa þessar tölur hér upp, en vísa til heildaryfirlitsins í nál. Í því sambandi má benda á, að verði heimildir í 22. gr. frv. samþ. og notaðar, er þar um töluverðar fjárhæðir að ræða til viðbótar gjöldum, og er skylt að hafa það í huga, þegar heildaryfirlitið er athugað.

Eins og skýrt er frá í nál. meiri hl., lýstu 2 nm., fulltrúar Sósfl. í n., yfir því á síðasta fundi n., þegar nál. var lagt fram til undirskriftar, að þeir mundu skila sérstöku áliti. Áliti þeirra og brtt. var fyrst útbýtt nú á fundinum, og hef ég því ekki haft aðstöðu til að kynna mér það, en mun e. t. v. ræða um það síðar. Þessir hv. þm. munu flytja brtt. um allmikla hækkun á útgjöldum frá því, sem lagt er til í till. n. En það finnst mér ljóður á ráði þeirra, að þeir hafa ekki lagt fram neinar till. á þ. um nýja tekjuöflun til að standa undir þeim útgjöldum, sem þeir flytja till. um. A. m. k. hef ég ekki orðið var við neinar tekjuöflunartill. frá þeim. Hitt er vitanlega ekki fær leið, að jafna hallann á fjárlfrv. með því að áætla hærra ýmsa tekjuliði en skynsamlegt er að búast við, að þeir reynist.

Ég mun ekki að svo stöddu gera frekar að umtalsefni till. hv. minni hl., né heldur brtt. annarra hv. þm., enda hafa þeir ekki enn mælt fyrir till. sínum. Get ég því lokið máli mínu að sinni.