11.11.1943
Efri deild: 46. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í D-deild Alþingistíðinda. (3751)

142. mál, skipulagsnefnd ríkisins

Bjarni Benediktsson:

Ég vil rétt skýra frá því, að í bæjarráði Rvíkur s. l. föstudag var samþ. að mæla með nýju frv., sem sérstaklega á að gilda um skipulag fyrir Reykjavíkurkaupstað og á að verða lög fyrir hann sér. Ég geri ráð fyrir því, að þetta frv. verði sent til Alþ., það var aðeins eftir að semja grg., og mun því verða komið á framfæri við þm. bæjarins.

Ég er í raun og veru ekki mótfallinn till. hv. þm. S.-Þ., en tel, að skipulagsmál Rvíkur eigi að vera alveg sér, og legg til, að umr. um þetta mál sé frestað og málinu vísað til n.