01.11.1943
Neðri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í B-deild Alþingistíðinda. (395)

26. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina og ríkisstofnanir að greiða eftirlaun

Sigurður Kristjánsson:

Ég sé, að hv. fjhn. hefur lagt til, að þetta frv. verði samþ., og ég geri ráð fyrir, að svo muni verða, og stend ekki upp í þeirri von, að ég geti hindrað frv. En ég lýsi yfir því, að ég er algerlega á móti þessu frv. og álít það til stórra óþæginda að þurfa að samþ. sérstök l. í hvert skipti, sem þarf að veita starfsmanni eða ekkju eftirlaun við einhverja ríkisstofnun, því að það verður þyngra í vöfunum á þann hátt. Ég tel, að ríkisstofnanirnar séu svo nákomnar ríkissjóðnum, að ekkert sé athugavert við það, þótt þetta standi í fjárl. eins og eftirlaun ríkisins sjálfs, og mun því greiða atkv. á móti frv.