18.11.1943
Efri deild: 51. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í B-deild Alþingistíðinda. (402)

26. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina og ríkisstofnanir að greiða eftirlaun

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Þetta frv. er komið frá Nd. og var borið þar fram af ríkisstj. Efni þess er það, að heimila ríkisstj. eða ríkisstofnunum að greiða nokkrum ekkjum og einum fyrrv. starfsmanni öðrum nokkur eftirlaun. Hér er ekki um nýja heimild að ræða, því að þessi heimild hefur verið á undanförnum árum á heimildagrein fjárl. og hefur verið samþ. þar ár frá ári. En ríkisstj. telur hentugra að fá þessa heimild setta inn í sérstök 1., vegna þess að þetta kemur fjárl. í sjálfu sér ekkert við. Er svo til þess ætlazt, ef þurfa þykir, að síðar verði bætt við þessi lög nýjum liðum, eftir því sem ástæða þykir til á hverjum tíma.

Fólk það, sem hér um ræðir, eru þrjár ekkjur starfsmanna við Búnaðarbanka Íslands, tvær ekkjur starfsmanna við Skipaútgerð ríkisins og gamall starfsmaður, einnig við skipaútgerðina.

Fjhn. þessarar d. hefur athugað frv. og fellst á þær ástæður, sem færðar hafa verið fram því til stuðnings, og ræður hún til, að frv. verði samþ. óbreytt.