12.10.1943
Neðri deild: 31. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 407 í B-deild Alþingistíðinda. (442)

35. mál, dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Frsm. (Gunnar Thoroddsen) :

Hv. 1. þm. Árn. telur, að allshn. hafi orðið ásátt um málið og í því hafi falizt, að hún mundi mótfallin brtt., sem fram kynnu að koma frá einstökum þm. Þetta er misskilningur: N. varð ásátt um það meginatriði, hver skilyrði lögreglustjóri þyrfti að uppfylla. En um önnur atriði höfðu nm. óbundnar hendur að fylgja brtt., ef fram yrðu bornar. Ég tók skýrt fram í n., að ég mundi fylgja brtt. í þessa átt.

Þegar hv. 1. þm. Árn. talar um, að samþ. þessarar brtt. yrði ekki hvöt fyrir menn til að taka að sér embætti, kemur úr hörðustu átt að hafa þau ummæli í sambandi við núv. lögreglustj., sem hefur gengið öðrum mönnum óvægilegar að því að koma mönnum úr starfi, og nú hefur einn þeirra manna fengið í hæstarétti dæmdar skaðabætur fyrir það, að brottvikning hans var eigi byggð á rökum.