12.10.1943
Neðri deild: 31. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í B-deild Alþingistíðinda. (444)

35. mál, dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti. – Ég sé, að nm. allshn. hafa að undanteknum einum vitnað um þetta mál. Það mun hafa verið nokkuð rætt innan n., áður en ég tók þar sæti, og fyrirrennari minn (StJSt) heitið því fylgi sínu, og nokkurs konar samkomulag mun síðan hafa verið orðið um þá breyt., sem n. leggur til að gera. Það er öllum kunnugt, að hv. 1. þm. Árn. gerði sínar aths. í n. og hún hefur að nokkru leyti tekið undir skoðun hans með flutningi brtt., en hann tekið aftur af þeirri ástæðu brtt., er hann flutti áður um málið. Ég er alveg sammála brtt. n. og tel hana nægja, eins og málið horfir nú við. Ég vil ekki blanda mér í umr. um vopnun lögreglunnar, því að ég er ekki viss um, að þær eigi heima í sambandi við þetta mál. Mér er ekki kunnugt um, að það sé nein sök núv. lögreglustjóra, að til þess ráðs hefur verið gripið að kaupa vopn. — Að fengnu samkomulagi í n. tel ég mér ekki rétt að greiða atkv. með brtt. hv. þm. N.-Ísf. að þessu sinni, þótt eðlilegt sé, að leitazt verði við, að sem fyrst sé fenginn til starfsins maður, er fullnægi kröfum þeim, sem n. vill, að gerðar séu.