24.11.1943
Efri deild: 55. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

35. mál, dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Brynjólfur Bjarnason:

Ræða hv. þm. Str. sannar það, sem ég sagði áðan, að þegar breyt. var síðast gerð á þessum l., var hún gerð í þeim tilgangi að veita vissum manni embætti lögreglustjóra, því að nú hefur Framsfl. skipt um skoðun í því „principiella“ í málinu. Hann vill nú binda veitingu lögreglustjóraembættisins því skilyrði, að í það verði skipaður löglærður maður. Hv. þm. vildi halda því fram, að þær forsendur, sem fram komu í nál. allshn., hefðu ekki neitt gildi og ekki bindandi, nema síður sé, fyrir ráðherra, og vildi hann færa til stuðnings sínu máli, að Nd. hefði lýst yfir, að hún vildi hafa núv. lögreglustjóra áfram. Sú till. liggur ekki fyrir frá Nd., aðeins felldi hún tillögu um að taka skyldi það inn í l., að núv. lögreglustjóri skyldi víkja úr embætti. Það geta verið ýmsar ástæður til þess, að þetta var ekki tekið upp í lögin. Vilji Nd. hefur ekki komið fram, en hann á eftir að koma fram. Hér má gera ráð fyrir, að frv. verði samþ. á þeim forsendum, sem fram komu í nál. Ef þær forsendur væru ekki fyrir hendi og ef ég vissi ekki, að hæstv. dómsmrh. mundi fara eftir þeim, mundi ég greiða atkvæði móti frv. Ég geri ráð fyrir, að það verði fellt, ef það verður ekki samþ. á þessum forsendum og engum öðrum.

Í Nd. verður skorið úr því með atkvgr., hvort hún vill samþ. það eða ekki.

Frv. verður ekki að l., nema það verði samþ. í þessari d. og skilyrði þau, sem tekin eru fram í þessum forsendum.

Hv. þm. Str. sagði, að meiri hl. Alþ. hefði veitt lögreglustjóraembættið. Það er að vísu margt rétt í því. Það var samningsatriði þjóðstjórnarinnar. Tel ég fara vel á því, að Alþ. taki þessa samþykkt til baka. Þetta samkomulagsatriði þjóðstjórnarinnar sælu er sem betur fer ekki lengur í gildi.