16.09.1943
Neðri deild: 17. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í B-deild Alþingistíðinda. (509)

36. mál, kjötmat o.fl.

Frsm. (Jón Sigurðsson) :

Herra forseti. Það hefur áður verið gerð grein fyrir þessu frv. Aðalbreyt., sem það felur í sér, er sú, að l. er ætlað að ná til alls kjöts, bæði þess, sem flutt er út úr landinu, og þess, sem neytt er innanlands, en hingað til hefur það verið svo, að matið gilti um kjöt, sem selt var innanlands, aðeins um saltkjöt.

N. hefur borið frv. saman við gildandi l. og leggur með því, að frv. verði samþ. Eftir fund n. kom fram brtt., flutt af hv. 2. þm. N.-M. N. hefur ekki haft tækifæri til að bera sig saman um hana og óskar eftir, að atkvgr. um hana sé frestað.