05.10.1943
Efri deild: 29. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (544)

36. mál, kjötmat o.fl.

Haraldur Guðmundsson:

Ég hafði, áður en hv. 6. þm. Reykv. bar hér fram sína skrifl. brtt., samið brtt., sem ég vil lesa upp, með leyfi hæstv. forseta. Hún hljóðar svo: „Aftan við 1. gr. bætist nýr málsliður, svo hljóðandi: svo og um ráðstafanir til tryggingar því, að eðlilegur verðmunur sé gerður á tegundum og gæðaflokkum á kjöti í útsölu“. — Efnislega er till. mín sú sama og hjá hv. 6. þm. Reykv., en aðeins örlítill formsmunur á þeim. Ef till. mín yrði samþ., yrði síðasti málsliður á þessa leið: „Flokkun kjötsins skal vera nákvæm, og setur ráðuneytið að fengnum tillögum yfirkjötmatsmanna og nokkurra af helztu útflytjendum reglur um mat, frystingu, söltun og merkingu kjötsins og meðferð, svo og um ráðstafanir til tryggingar því, að eðlilegur verðmunur sé gerður á tegundum og gæðaflokkum kjötsins í útsölu“.

Þá yrði þetta atriði eitt af þeim, sem ráðh. bæri að tryggja. Ég álít órétt, að mismunandi flokkar kjöts séu seldir sama verði, en merking kjöts er nú þannig, að ómögulegt er fyrir kaupendur að sjá, þegar um smásölu er að ræða, í hvaða flokki það kjöt er, sem þeir kaupa.