02.12.1943
Efri deild: 59. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (562)

36. mál, kjötmat o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Mér sýnist eins og við fyrri umr. þessa máls í hv. d., að nauðsynlegt sé að taka þetta mat inn í frv., því að ella sé það þýðingarlaust. Ég ætla mér ekki að rekja það, sem um mál þetta hefur hér verið rætt, en vil leyfa mér að bera fram skrifl. brtt. um það, að aftan við 1. gr. bætist: svo og um ráðstafanir til tryggingar því, að eðlilegur verðmunur sé gerður á tegundum og gæðaflokkum kjötsins í útsölu.

Þetta er sama till., sem var samþ. hér á fyrra stigi málsins, og finnst mér því ekki ástæða til að falla frá þessu.