23.11.1943
Neðri deild: 52. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í B-deild Alþingistíðinda. (604)

121. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Fjhn. hefur haft þetta mál til meðferðar nokkuð lengi og að lokum orðið sammála um að mæla með þeirri breyt., að 2. gr. falli niður, en hún er þess efnis, að ríkisstj. skuli heimilt að gera ríkisskuldabréfin skattfrjáls, ef vextir af þeim eru lægri en 3%. N. er sammála um, að þessi undantekning mundi skapa öngþveiti, og sér ekki ástæðu til að beita slíkum aðferðum. Þessi breyt. er gerð í samráði við hæstv. fjmrh.