11.12.1943
Neðri deild: 62. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í B-deild Alþingistíðinda. (633)

24. mál, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. meiri hl. (Jakob Möller):

Ég vildi aðeins vekja athygli á því, að það er misskilningur hjá þm. V.-Húnv., að þeir fátæku verði einungis eftir í hinum almenna lífeyrissjóði. Allar líkur benda til, að hinir ríkustu verði einnig eftir, svo að hæpið er, að nokkurt tap yrði að þessu fyrirkomulagi fyrir þá fátæku.