05.11.1943
Sameinað þing: 27. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (65)

27. mál, fjárlög 1944

Sigurður Thoroddsen:

Herra forseti. Ég mun flytja hér ásamt fjórum öðrum hv. þm. brtt. við 18. gr., sem fjallar um það, að við gr. bætist nýr liður, sem kveður á um 2 þús. kr. styrk til Guðmundar Péturssonar nuddlæknis.

Svo er mál með vexti, að Guðmundur Pétursson, sem hefur stundað nuddlækningar um fjöldamörg ár, er nú farinn að heilsu. Hann var skorinn upp í sumar og getur ekkert unnið fyrir sér. Guðmundur hefur aldrei notið neins styrks frá ríkinu, og vil ég vona það, að hv. þm. verði þessari till. fylgjandi, því að ekki verður annað sagt en að hér sé um brýna nauðsýn að ræða. Finnst mér því vel viðeigandi, að hið háa Alþ, veiti honum þennan styrk sem viðurkenningu fyrir vel unnið starf í þágu þjóðfélagsins. Till. þessi hefur ekki áður komið fram, og leyfi ég mér hér með að leggja hana fram skriflega.