30.11.1943
Efri deild: 58. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

154. mál, olíugeymar o.fl.

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Út af ræðu hæstv. atvmrh. vil ég taka það fram, að ég ætlast náttúrlega ekki til þess, að íslenzka ríkisstjórnin færi að spyrja um þetta. En ég vildi vita, hvort þetta hafi verið rætt í utanrmn. Það var það, sem ég var að tala um (Atvmrh.: Fyrirgefið. Ég heyrði fyrirspurnina öfugt. En það var ekki rætt í utanrmn.), — eða hvort aðvaranir höfðu borizt ríkisstj. um þetta.