30.11.1943
Efri deild: 58. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (719)

154. mál, olíugeymar o.fl.

Gísli Jónsson:

Með því að hv. 9. landsk. hefur hér gert grein fyrir atkv. sínu viðkomandi því að vísa málinu til sjútvn. með alveg fölskum rökum og haldið fram, að málið hafi þegar legið fyrir sjútvn. þessarar hv. d., sem hann veit, að er alveg rangt að því leyti, að málið hefur ekki verið tekið þannig fyrir nema sameiginlega af sjútvn. beggja d., og því var lýst yfir, að það yrði ekki gefið út neitt sérstakt minnihlutaálit, vegna þess að það ætti eftir að koma til sjútvn. þessarar d., þá er ég samþykkur því, að því sé vísað til annarrar n., allshn., eftir að atkv. hafa fallið þannig, að málið fari ekki til sjútvn.