30.11.1943
Efri deild: 58. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

154. mál, olíugeymar o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Ég vildi vekja athygli á því, að það hefur ekkert nál. í þessu máli legið fyrir þessari hv. d., og getur því ekki verið rétt, að málið hafi verið afgr. frá n. í þessari hv. d. á venjulegan hátt. Þetta mál mun síðast hafa verið til umr. á, fimmtudaginn var, en nú er þriðjud., þannig að ef sérstaklega hefði legið á að frá frv. afgr. og þess vegna ekki verið tími til að afgreiða það í n., þá hefði málið verið tekið fyrir fyrr. Það er því ljóst, að það er ekki tímaskortur, sem veldur því, að málið verður ekki látið fara nú til n., heldur eitthvað annað verra. Og með því að það hefur ekki verið í n. í þessari hv. d., greiði ég atkv. með því, að það fari til allshn., og segi já.