16.12.1943
Neðri deild: 65. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (767)

91. mál, stríðsslysatrygging íslenzkra skipshafna

Frsm. (Finnur Jónsson) :

Herra forseti. Ég vil um þetta frv. vísa til grg. þess, þar sem því er lýst, að þetta frv. er flutt upphaflega af hæstv. ríkisstj. í hv. Ed. og hefur fengið þar athugun í sjútvn. Hins vegar hefur sjútvn. þessarar hv. deildar ekki gefizt kostur á að athuga frv., þar sem tími hefur verið mjög naumur. En með því að hæstv. ríkisstj. leggur áherzlu á, að frv. komist fram nú á þessu þingi, leggur n. til, að frv. þetta verði samþ. í trausti þess, að ef gera þarf breyt. á þessum l. á næstunni, þá sé hægt að gera það í byrjun næsta þings.